Heildrænar meðferðir

Um Qi - setrið

Í Qi - Setrinu er boðið upp á einstaklingsmiðaðar heildrænar heilsumeðferðir, t.d. með nálastungum og nuddi.
Eingöngu starfa hjá okkur faglærðir meðferðaraðilar.

Eigandi er Eva Rós Sigurðardóttir sem lærði heilsunudd í Nuddskóla Ísland og FÁ og hefur starfað við heilsunudd síðan árið 2007.
Árið 2016 lauk hún námi í Nálastungum og kínverskri læknisfræði með kynningu á grasalækningum í Skóla hinna fjögurra árstíða.
Hún hefur síðan aukið færni sína og þekkingu með ýmsum námskeiðum sem nýtast henni vel í hennar meðferðum.

Eva notar heildræna nálgun í meðferðum sínum og vinnur mest með nálastungur og notar stundum nudd eða aðrar viðbótarmeðferðir samhliða.
Hún hefur mjög góða reynslu af því að vinna með verki í líkamanum, konur á meðgöngu og stuðning við konur/pör með frjósemisvanda.

Hægt er að fara á biðlista hjá Evu með því að senda á netfangið evasig@evasig.is